Osman verður framseldur til Bretlands

Osman Hussain, sem handtekinn var á Ítalíu í lok júlí.
Osman Hussain, sem handtekinn var á Ítalíu í lok júlí. AP

Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð um að framselja megi Hussain Osman til Bretlands. Osman, sem er 27 ára, er grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í neðanjarðarlest við Sherds’s Bush lestarstöðina í Lundúnum 21. júlí síðastliðinn. Búist er við að Osman verði sendur til Bretlands á næstu dögum.

Hussain gengur einnig undir nafninu Hamdi Isaac.

Í síðasta mánuði ákvað héraðsdómari, að framselja Osman til Bretlands. Lögfræðingur hans áfrýjaði málinu hins vegar til efra dómstigs.

Hussain Osman hefur verið í haldi í Rebibbia öryggisfangelsinu utan við Róm. Þangað var hann fluttur úr fangelsi innan borgarmarkanna, en þar hafði hann dvalið frá því hann var handtekinn vegna aðildar sinnar að tilraun til hryðjuverka í Lundúnum í lok júlí. Þangað flúði hann með lest. Búist er við að Osman verði fluttur til Bretlands síðar í vikunni.

SKY

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert