Norskum skólum leyft að banna höfuðblæjur

Ósló. AFP. | Norskum skólum verður framvegis leyft að banna stúlkum að bera íslamskar höfuðblæjur í tímum í einstaka tilvikum eftir úrskurð stjórnvalda í gær. Úrskurðinum fylgir hins vegar sá fyrirvari að slíkt bann geti brotið í bága við alþjóðlega sáttmála um mannréttindi.

Þannig verður skólum heimilt að banna höfuðblæjur sem hylja andlitið eða hluta þess "ef blæjurnar hindra kennslu, samskipti og að kennari geti borið kennsl á einstaka nemendur". Blæjur sem hylja aðeins hár verða hins vegar leyfðar, en ólíkt banni af svipuðum toga í Frakklandi nær það ekki til allra trúartákna og er ekki byggt á veraldarhyggju.

Yfirvöld kennslumála í Noregi, sem tóku ákvörðunina í þessu viðkvæma máli, setja hins vegar þann fyrirvara á, að þetta skref "veki upp spurningar um hvort það brjóti í bága við samþykktir Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála".

Oeystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, sagðist ánægður með ákvörðunina, sem má rekja til beiðni borgarráðs Ósló um að kennurum yrði heimilt að banna slíkan klæðnað. "Að hylja andlitið er einnig neikvætt frá uppeldisfræðilegu sjónarmiði því kennarar verða að geta séð viðbrögð nemenda, á borð við hamingju, áhuga, gremju eða misskilning," sagði í rökstuðningi borgarráðs Ósló þegar það lagði inn þessa beiðni til málsmeðferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »