Efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingalög

Fósturvísar.
Fósturvísar. AP

Þingið í Portúgal samþykkti í gær að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort útvíkka eigi lagaheimildir hvað varðar fóstureyðingar. Mikill meirihluti Portúgala er kaþólskrar trúar. Verði lagafrumvarp samþykkt í atkvæðagreiðslunni verður eyðing fósturs leyfð upp að 10. viku meðgöngu og létt á skilyrðum. Klofningur var um málið á þingi.

Lög um fóstureyðingar eru einhver þau hörðustu í Evrópu. Eyðing er aðeins leyfð ef konunni var nauðgað, ef fósturgalli kemur upp eða ef heilsa konunnar er í hættu. Búist er við því að atkvæðagreiðslan fari fram í janúar næstkomandi. Jafnströng lög er aðeins að finna í Póllandi og Írlandi og á Möltu eru fóstureyðingar ólöglegar með öllu.

mbl.is