Stjórnarflokkur Taívans hvetur til sjálfstæðis landsins

Hermenn æfa hergöngu fyrir þjóðhátíðardag Taívans. sem er í október.
Hermenn æfa hergöngu fyrir þjóðhátíðardag Taívans. sem er í október. Reuters

Lýðræðislegi framfaraflokkurinn, sem fer með stjórnartaumana í Taívan, samþykkti ályktun á flokksþingi í dag þar sem hvatt er til þess að ímynd landsins sem sjálfstæðs lands verði styrkt og samin verði ný stjórnarskrá.

Þessi ályktun mun væntanlega falla í grýtta jörð í Kína en þarlend stjórnvöld hafa hótað að grípa til hervalds en Taívan lýsir yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar líta á Taívan sem sjálfsstjórnarhérað í Kína.

Í ályktuninni er hvatt til þess að nafnið Taívan verði almennt notað en ekki er lagt til að formlegt nafn landsins, Lýðveldið Kína, verið lagt af.

Forsetakosningar verða í Taívan í mars. Flokkurinn, sem er hlynntur sjálfstæði Taívans, hefur áður ögrað Kínverjum í aðdraganda kosninga.

mbl.is