Darwin ákærður fyrir tryggingasvik

John Darwin í fylgd lögreglumanns í Hartlepool á Englandi í …
John Darwin í fylgd lögreglumanns í Hartlepool á Englandi í gær. AP

Ákæra hefur verið lögð fram gegn Bretanum John  Darwin en hann er sakaður um að hafa komist yfir fjármuni með svikum og að komast yfir vegabréf með ólögmætum hætti. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.Darwin var talinn hafa látist í kanó-slysi árið 2002, en nú þykir víst að hann hafi ásamt konu sinni sviðsett dauðdaga sinn og innheimt tryggingaféð.

Ekki mun vera óalgengt en fólk sviðsetji dauða sinn en það vekur athygli í þessu máli að John gaf sig sjálfur fram við lögreglu fyrir viku síðan. Bar hann við minnisleysi.

Eiginkona hans hafði þá nýlega selt eigur þeirra og flutt úr landi. Hún hefur síðan greint blaðamönnum frá því að John hafi búið á heimili hennar í þrjú ár af þeim fimm sem liðin eru frá því hann hvarf. Lögregla í Bretlandi hefur hvatt hana til að gefa sig fram við yfirvöld en ekki er vitað nákvæmlega hvar hún heldur sig.

Synir hjónanna segjast hins vegar ekki hafa vitað að faðir þeirra var á lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert