Handtökuskipun gefin út á Anne Darwin

John Darwin.
John Darwin. Reuters

Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur Anne Darwin, eiginkonu John Darwin, mannsins sem birtist óvænt á lögreglustöð eftir að hafa verið talinn látinn í fimm ár. Anne er sögð vera á leið til Bretlands og verður hún handtekin jafnskjótt og hún stígur fæti á breska grundu.

John Darwin var talinn hafa látist í kanó-slysi árið 2002, en nú þykir víst að hann hafi ásamt konu sinni sviðsett dauðdaga sinn og innheimt tryggingaféð.
Synir hjónanna segjast ekki hafa vitað að faðir þeirra var á lífi og vilja sem minnst vita af foreldrum sínum. Þeir segjast æfareiðir yfir því að hafa verið gerðir að fórnarlömbum í tryggingasvikamáli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert