John Darwin í gæsluvarðhald

John Darwin yfirgefur lögreglustöð um helgina.
John Darwin yfirgefur lögreglustöð um helgina. Reuters

John Darwin, 57 ára breskur karlmaður sem var talinn látinn í 5 ár, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. desember en hann er grunaður um að hafa svikið út líftryggingu að fjárhæð 25 þúsund pund, jafnvirði 3,2 milljóna króna, og falsað skjöl til að fá vegabréf undir öðru nafni.

Anne Darwin, einkona Johns, er í haldi á lögreglustöð í Hartlepool en hún var handtekin í gærmorgun þegar hún kom til Manchester frá Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert