Edwards hættur

Hillary Clinton, Barack Obama og John Edwards.
Hillary Clinton, Barack Obama og John Edwards. AP

John Edwards hefur ákveðið að hætta þátttöku í forvali demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Aðstoðarmenn hans hafa staðfest þetta. Samkvæmt heimildum mun Edwards tilkynna formlega um þessa ákvörðun sína í New Orleans klukkan 18 í dag að íslenskum tíma.

Edwards hefur beðið lægri hlut gegn Barak Obama og Hillary Clinton í öllum forkosningunum sem þegar hafa farið fram. Haft er eftir aðstoðarmanni hans að hann muni hvorki lýsa yfir stuðningi við Obama né Clinton þegar í stað.

mbl.is