Mótmælendur á Búrma fá langa dóma

Frá mótmælum á Búrma á síðasta ári.
Frá mótmælum á Búrma á síðasta ári. STR

Á þriðja tug manna sem handteknir voru fyrir að mótmæla herforingjastjórninni á Búrma voru í dag dæmdir í 65 ára fangelsi hver. Mótmælendurnir, 23 talsins, voru dæmdir fyrir herrétti í Insein fangelsinu í úthverfi Yangon í morgun, samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar frá ættingjum þeirra.

mbl.is