Borgarar meðal látinna

Afganska lögreglan rannsakar bensínbílana sem varpað var sprengju á sl. …
Afganska lögreglan rannsakar bensínbílana sem varpað var sprengju á sl. föstudag. STRINGER/AFGHANISTAN

Yfirmaður hersveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, Stanley McChrystal, hefur staðfest að óbreyttir borgarar hafi verið meðal þeirra sem fórust í loftárás NATO á norðurhluta Afganistans á föstudag. Þetta kemur fram á fréttavef Yahoo í dag. 

Talið er að minnst 90 manns hafi farist þegar orrustuþota Atlantshafsbandalagsins varpaði sprengju á tvo bensínflutningabíla sem Talibanar höfðu stolið. Talsmaður NATO hafði áður sagt að um 40 Talibanar hafi farist í árásinni en engir almennir borgarar.

Stanley McChrystal, yfirmaður hersveita NATO, heimsótti nú um helgina sjúkrahús þar gert er að sárum þeirra sem særðust í loftárásinni. Hann ræddi m.a. við tíu ára strák sem slasast hafði bæði á handleggjum og fótleggjum í slysinu.

Afganskur læknir hugar að einum hinna særðra.
Afganskur læknir hugar að einum hinna særðra. OMAR SOBHANI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert