Fær Wikileaks Nóbelinn?

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Reuters

Norski þingmaðurinn Snorre Valen sagðist í dag hafa tilnefnt uppljóstrunarsíðuna Wikileaks til Nóbelsverðlaunanna í ár. Hann segir síðuna vera mælitæki á gegnsæi í heiminum, þar á meðal í lýðræðislegum ríkjum. Á vefsíðu sinni segir Valens að Wikileaks hafi m.a. afhjúpað spillingu, stríðsglæpi og pyndingu - sem bandalagsmenn Norðmanna hafi átt, í einhverjum tilfellum, þátt í. 

Frestur tilnefninga til Friðarverðlauna Nóbels rann út í gær. Nöfnum þeirra tilnefndu er haldið leyndum í fimmtíu ár en þeir sem hafa rétt á að tilnefna til verðlaunanna mega sjálfir segja frá sínu vali. Í október er svo tilkynnt um hver hlýtur Nóbelinn.

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo hlaut Friðarverðlaun Nóbels í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...