„Það þýðir að um 1500 hafa farist“

JUSTIN SULLIVAN

Tugir þúsunda hafa síðustu daga fylgst með Twitter-færslum um ferð Titanic sem fórst fyrir 100 árum síðan. Í einni af síðustu færslunni skrifar yfirmaður á skipinu sem komst af: „Okkur er sagt að við séum um 700. Það þýðir að um 1500 hafa farist.“

Færslurnar gefa innsýn inn í stemminguna um borð í Titanic í jómfrúarferð skipsins sem fékk svo hörmulegan endi. Í upphafi ferðar var talsverð spenna um hvort skipinu tækist að setja hraðamet. Skipverjar eru því að twitta um harða skipsins og hvenær sé líklegt að það komist á áfangastað.

Fjallað er um hvað sé í matinn og sagt er frá daglegum störfum áhafnarinnar. Hægt er að lesa um skeytin sem bárust frá nálægum skipum þar sem varað er við ísjökum á siglingaleiðinni.

Þegar skipið siglir síðan á borgarísjaka breytist hið þægilega andrúmsloft um borð upp í skelfingu. Í nótt mátti lesa um þegar björgunarbátarnir voru að fara frá skipinu og lýsingar á því þegar skipið fórst. Lýst er neyðarópum þeirra sem lentu í sjónum og hvernig þau þögnuðu smám saman. Þá er lýst þeirri sjón sem blasti við þegar Carpathia kom á svæðið og hóf að bjarga þeim sem voru á lífi.

Ferð Titanic

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert