„Örninn er lentur“ (myndskeið)

„Örninn er lentur,“ tilkynnti Neil Armstrong umheiminum í beinni útsendingu fyrir 43 árum er hann sté fæti fyrstur manna á tunglið. Margir hafa vottað Armstrong virðingu sína í dag, m.a. félagi hans í geimferðinni, Buzz Aldrin.

„Smáskrefið“ hans Armstrongs, sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði, markaði tímamót í mannkynssögunni en Armstrong æfði sig m.a. fyrir geimferðina hér á landi.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir Armstrong hafa verið eina mestu hetju Bandaríkjanna.

„Í hvert sinn sem ég horfi til tunglsins, minnist ég ferðar okkar fyrir fjórum áratugum. Þá áttaði ég mig á því að þó að við færum fjær jörðinni en nokkrir aðrir menn, værum við ekki einir,“ segir Aldrin um geimferðina. Hann sagðist hafa vonað að Armstrong myndi lifa til að halda upp á hálfrar aldar afmæli ferðarinnar árið 2019. Af því verður ekki, Armstrong lést í gær, 82 ára að aldri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert