Látinn maður sakfelldur fyrir skattsvik

Sergei Magnitsky.
Sergei Magnitsky.

Dómstóll í Moskvu í Rússlandi hefur sakfellt lögmanninn Sergei Magnitsky fyrir stórfelld skattsvik. Magnitsky lést í fangelsi árið 2009 og leiddi dauði hans til deilu á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna meintra mannréttindabrota gegn föngum í Rússlandi.

Fyrrverandi yfirmaður Magnitskys var einnig fundinn sekur um skattsvik.

Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem látinn maður hefur verið saksóttur og síðan sakfelldur í Rússlandi.  

Magnitsky var handtekinn árið 2008 eftir að hann sakaði rússneska embættismenn um stórfelld skattsvik. Hann var sjálfur sakaður um skattsvikin og dó í fangelsi ári síðar, 37 ára að aldri. Dauði hans leiddi til fyrrnefndrar deilu milli Rússlands og Bandaríkjanna sem varð til þess að Bandaríkjaþing setti svonefnd Magnitsky-lög sem kveða m.a.  á um að Rússar, sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í dauða lögmannsins, fái ekki að koma til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Bandaríkjunum svöruðu þessu með því að setja lög sem banna að rússnesk börn séu ættleidd til Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert