Ákæra ekki Grænfriðunga

Skip Grænfriðunga
Skip Grænfriðunga Mynd/AFP

Rússnesk yfirvöld hafa fallið frá ákærum á hendur 28 Grænfriðungum sem handteknir voru fyrir að mótmæla olíuvinnslu í Norður-Íshafi, og tveimur blaðamönnum sem fylgt höfðu hópnum. Grænfriðungarnir voru handteknir á olíuborpalli, og voru allir upprunalega ákærðir fyrir spellvirki.

Um er að ræða sakaruppgjöf sem rússneska þingið samþykkti á dögunum og nær meðal annars til tveggja kvenna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot og til athafnamannsins Míkhaíl Khodorkovskí sem setið hafði í fangelsi í rúman áratug. 

Sjá einnig: Óvænt útspil Pútíns talið breyta sáralitlu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert