Þrjú í sömu fjölskyldu greind með fuglaflensu

EPA

Þrennt úr sömu fjölskyldu hefur greinst smitað af H7N9 fuglaflensu í Zhejiang héraði í Kína.

Um er að ræða hjón og dóttur þeirra í borginni Hangzhou en ríkisfréttastofan Xinhua greinir ekki frá því hvernig þau hafi smitast né heldur hvernig þeim heilsast. H7N9 fuglaflensuafbrigðið greindist fyrst í fólki fyrir ári síðan en hingað til hefur því verið haldið fram að hún bærist ekki á milli manna. Þó hefur sá varnagli verið að mögulega gæti hún smitast innan fjölskyldna. 

Á einu ári hafa yfirvöld í Kína staðfest 110 tilfelli í fólki og þar af hafa 22 látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert