Einn farþeginn var með súrefnisgrímu

AFP

Einn farþeganna um borð í MH17, malasísku vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí, var með súrefnisgrímu um hálsinn.

Er þetta talið benda til þess að sumir farþeganna hafi vitað í hvað stefndi. Þetta er meðal þess sem kom fram í hollenskum sjónvarpsþætti í gærkvöldi, en utanríkisráðherra landsins var gestur þáttarins.

„Hvernig og hvenær gríman endaði um háls fórnarlambsins er ekki vitað,“ sagði saksóknari sem var einnig gestur þáttarins. Leitað var að fingraförum, munnvatni og erfðaefnum á grímunni án árangurs.

298 manns voru um borð í vélinni en farþeginn sem um ræðir er sá eini sem var með súrefnisgrímu um hálsinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert