Kengúruunga stolið úr poka móður sinnar

Kengúruungi kíkir út úr poka móður sinnar. Mynd úr safni.
Kengúruungi kíkir út úr poka móður sinnar. Mynd úr safni. AFP

Óprúttnir aðilar brutust inn í dýragarð í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku og stálu þaðan kengúruunga og fjórum kiðlingum. Starfsmenn Special Memories dýragarðsins í Greenville Wisconsin áttuðu sig á því að dýrunum hefði verið rænt þegar þau mættu til vinnu á miðvikudaginn.

Að sögn Dona Wheeler, eiganda dýragarðsins, var kengúruunginn tekinn beint úr poka móður sinnar. Kengúran særðist þegar að unginn var tekinn úr pokanum.

„Það er bara vont fólk í þessum heimi,“ sagði Wheeler í samtali við NBC.

Wheeler og eiginmaður hennar hafa rekið dýragarðinn í fimmtán ár og aldrei áður lent í þjófnaði. Nú ætla þau að setja upp öryggismyndavélar og bæta við læsingum til þess að auka öryggi dýranna. 

Lögregla rannsakar nú málið. 

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Íbúð til langtímaleigu.
50m2 íbúð við Hlemm til leigu, hentar einstaklingi eða pari. Leiga 200.000, leig...