Samkomulag náðist við Íran

Fulltrúar Írana og vesturveldanna í Vín í samningaviðræðunum um kjarnorkutilraunir hinna fyrrnefndu hafa leyst mikilvægustu ágreiningsefnin og verður tilkynnt um samkomulag þeirra á blaðamannafundi sem hefst klukkan 8:30. Þetta herma heimildir AP fréttastofunnar úr röðum samningamanna. 

Reuters hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum í Íran. Um er að ræða samkomulag sem  Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn, Kínverjar og Rússar auk Þjóðverja komu að auk Írana.

Í samkomulaginu felst meðal annars að Íranar dragi úr starfsemi sinni þar sem kjarnorka kemur við sögu til þess að tryggja að þeir geti ekki framleitt kjarnorkuvopn gegn því að viðskiptaþvingunum gegn ríkinu verði aflétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert