Ebólufaraldri lokið

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti formlega í gær að ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku væri lokið. Nær 29.000 manns smituðust af sjúkdómnum á tveimur árum og vitað er um 11.315 dauðsföll af völdum hans. Líklegt þykir þó að þau hafi verið mun fleiri vegna þess að talið er að margir hafi dáið úr ebólu án þess að hafa verið greindir með sjúkdóminn.

Faraldurinn hófst í Gíneu í desember 2013. Veiran breiddist ört út í þremur löndum, Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, sligaði heilbrigðiskerfi landanna og olli þeim miklu efnahagstjóni.

Manntjónið var mest í Líberíu þar sem að minnsta kosti 4.800 manns dóu úr ebólu. Tveir síðustu ebólusjúklingarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í Líberíu 3. desember síðastliðinn.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að búast mætti við einangruðum ebólutilvikum á árinu en talið væri að hættan á slíkum tilvikum minnkaði með tímanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert