Vita ekki hvort hann er enn á Spáni

Spænska lögreglan veit ekki fyrir víst hvort hinn 22 ára gamli Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um að hafa ekið sendiferðabifreið á gangandi vegfarendur í Barcelona á Spáni fyrir helgi, sé enn í landinu. Þetta kemur fram í frétt AFP.

„Ef við vissum að hann væri enn á Spáni og hvar myndum við fara og handtaka hann. Við vitum ekki hvar hann er,“ sagði lögregluforinginn Josep Lluis Trapero við fjölmiðla í morgun. Hryðjuverkið kostaði 14 lífið og um 130 særðust samkvæmt nýjustu tölum.

Abouyaaqoub tilheyrði hryðjuverkahópi sem í voru 12 manns. Fimm þeirra hafa verið skotnir til bana, fjórir eru í haldi lögreglunnar og þriggja er enn leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu.
Hurðaopnari fyrir bílskúr til sölu. Tegund,BERNAL typ: BA 1000, kr; 9600.-up...
Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...