Baulað á Donald Trump í Davos

Donald Trump Bandaríkjaforseti í Davos í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti í Davos í dag. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann mætti til viðskiptaráðstefnunnar í Davos í Sviss í dag þegar hann réðist á fjölmiðla og sagði þá illgjarna og sakaði þá um að flytja falskar fréttir.

„Það var ekki fyrr en ég varð forseti að ég gerði mér grein fyrir því hversu lúalegir, hversu fyrirlitslegir, hversu illgjarnir og hversu falskir fjölmiðlar geta verið,“ sagði Trump og var þá baulað á hann en hundruð fundargesta voru í salnum.

Forsetinn lagði áherslu á það að þó hann vildi setja Bandaríkin í fyrsta sæti, og vísaði þar í helsta slagorð hans fyrir forsetakosningarnar árið 2016, þá þýddi það ekki að hann vildi að Bandaríkin stæðu ein á báti. 

Sagði hann að heimsbyggðin yrði þessa dagana vitni að endurreisn sterkra Bandaríkja þar sem velmegun ríkti. Bandaríkin væru opin fyrir viðskiptum við aðra og væru orðin samkeppnishæf á nýjan leik. 

Bandaríkin hefðu meira að bjóða fjárfestum en áður í kjölfar þess að hann varð forseti. Hann varaði hins vegar við því að ekki væri hægt að halda úti frjálsum og opnum viðskiptum ef sum ríki misnotuðu kerfið á kostnað annarra.

„Við styðjum fríverslun en hún þarf að vera sanngjörn og hún þarf að vera gagnkvæm. Bandaríkin munu ekki framar horfa framhjá ósanngjörnum viðskiptaháttum.“

Ræða Trumps í heild:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 5000 km. Bí...
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa, sími 5195880. Tölvupóstfang: jhlogmanns...
Málarameistari
Getur bætt við sig vinnu s 6603830...