Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó

Upptök skjálftans eru í grennd við bæinn Pinotepa de Don …
Upptök skjálftans eru í grennd við bæinn Pinotepa de Don Luis og fannst skjálftinn vel í Mexíkóborg. Kort/Google maps

7,2 stiga jarðskjálfti mældist í Oaxaca-fylki í suðurhluta Mexíkós skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Skjálftinn fannst vel í Mexíkóborg þar sem byggingar svignuðu en ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu. Upptök skjálftans eru í grennd við bæinn Pinotepa de Don Luis. 

Jarðskjálftastofnunum ber ekki saman um stærð skjálftans en Jarðskjálftastofnun Mexíkó segir skjálftann hafa verið 7 af stærð en Bandaríska jarðfræðistofnunin sagði skjálftann upphaflega hafa verið 7,5 af stærð en staðfestar mælingar sýna að skjálftinn hafi verið 7,2 af stærð. 

Ekki hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar skjálftans. 

Tveir stórir jarðskjálftar riðu yfir Mexíkó í september í fyrra, sá fyrr þann 7. september og mæld­ist hann 8,2 stig og varð 96 manns að bana. 19. september mældist 7,1 stiga jarðskjálfti sem varð 369 manns að bana. Skjálftinn í kvöld er á svipuðum slóðum og skjálftarnir í fyrra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert