Segir ummæli forsætisráðherra hryllileg

Benjamin Netanyahu á ráðstefnunni í gær.
Benjamin Netanyahu á ráðstefnunni í gær. AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, gagnrýnir pólskan starfsbróður sinn harkalega fyrir umæli sem hann lét falla um helförina á ráðstefnu í gær.

Netanyahu segir orð Mateusz Morawieckis um að gyðingar beri einnig ábyrgð á helförinni hryllileg og sýni að hann sé ófær um að skilja söguna. Mateusz Morawiecki lét ummælin falla á ör­ygg­is­málaráðstefnu í München í gær.

Ekki er langt síðan ísraelsk stjórnvöld gagnrýndu ný lög í Póllandi sem banna ásakanir á hendur Pólverjum um að vera samsekir nasistum í glæpum þeirra.

mbl.is