Pence átti að funda með Norður-Kóreu

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un, ...
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fylgjast hér með setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, átti að funda með norðurkóreskum embættismönnum á Vetrarólympíuleikunum í síðustu viku, en norðurkóreska sendinefndin hætti við fundinn á síðustu stundu.

Pence var staddur í Suður-Kóreu vegna setningar Vetrarólympíuleikanna og hefur BBC eftir talsmanni varaforsetans að hann hafi átt að eiga fund með Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Fundurinn hefði verið fyrstu opinberu samskipti milli ráðamanna Norður-Kóreu og stjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa ekki tjáð sig um fréttina.

Heather Nauert, talsmaður bandaríska innanríkisráðuneytisins, segir „möguleikann hafa komið upp“ á stuttum fundi með norðurkóresku sendinefndinni og að varaforsetinn hafi verið „reiðubúinn að grípa tækifærið til að ítreka mikilvægi þess að Norður-Kórea „hætti við ólöglega eldflaugar- og kjarnavopnaáætlun sína“.

„Á síðustu stundu ákváðu norðurkóresku embættismennirnir að hætta við fundinn. Okkur þykir miður að þeir hafi ekki gripið þetta tækifæri,“ sagði í yfirlýsingu frá Nauert.

Þátttaka Norður-Kóreu í Vetrarólympíuleikunum hefur verið talin til merkis um þíðu í spennunni sem ríkt hefur á Kóreuskaga.

Aðrir hafa þó einnig lýst yfir áhyggjum af því að ráðamenn Norður-Kóreu hafi verið að nýta sér leikana til að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi.

mbl.is
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...