Eina mínútu fyrir hvert fórnarlamb

Nemendur í Georgetown University í Washington taka þátt í mótmælum ...
Nemendur í Georgetown University í Washington taka þátt í mótmælum eftir að hafa gengið út úr kennslustund til að krefjast aðgerða gegn skotárásum. AFP

Námsmenn víðsvegar um Bandaríkin gengu út úr kennslustundum í dag og léðu þar með stuðning við baráttu þeirra krefjast þess að eitthvað verði gert til að sporna við skotárásum  landinu.

17 manns létust í árás á framhaldsskóla í Flórída í síðasta mánuði og talið er að um 30.000 manns látist árlega vegna skotvopna.

Fjöldi nemenda í Washington söfnuðust saman við Hvíta húsið, þar sem þeir héldu uppi skiltum með áletruninni „Verjum fólk ekki byssur“  og hrópuðu „Aldrei aftur“ og „Nú er komið nóg“.

Þá var boðað til kyrrðarstundar í fjölda skóla klukkan 10 í morgun að staðartíma til minningar um þá sem létust skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólann á Valentínusardag.

Upphaflega átti útgangan að vara í 17 mínútur, eina mínútu fyrir hvert fórnarlamb. Það varð hins vegar fljótt ljóst margir nemendur ætluðu sér ekki að snúa aftur, heldur hugðust þeir þess í stað taka þátt í mótmælaaðgerðum.

Mánuður er nú liðinn frá því að hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, fyrrverandi nemandi í Marjory Stoneman Douglas, hóf skothríð á fyrrum bekkjarfélaga sína.

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Hoppukastalar.is er Barnaafmæli eða Veisla framundan ?
Leigðu Hoppukastala, Veislutjöld, Candy Floss. Góð þjónusta á frábæru verði. Ná...