Á reki við illan leik í 20 daga

Hluti hópsins sem bjargað var úr litlum báti undan ströndum …
Hluti hópsins sem bjargað var úr litlum báti undan ströndum Taílands. AFP

Fimm rohingjum sem voru á reki í litlum báti í tæpar þrjár vikur var bjargað af indónesískum sjómönnum. Nokkrir rohingjanna sem voru um borð létust áður en að björgun kom. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segist slegin yfir málinu.

Fyrir nokkrum dögum kom bátur með rohingja, sem voru á flótta undan ofsóknum hersins í Búrma, að ströndum Malasíu. 

Í hópnum sem nú tókst að bjarga voru tveir karlmenn, ein kona, fimmtán ára stúlka og átta ára drengur. Til bátsins sást á reki á mánudag, skammt undan suðurströnd Taílands. Sjómennirnir fluttu fólkið til Ache á eyjunni Súmötru og kom það þangað í morgun.

„Þau voru þegar flutt á sjúkrahús fyrir meðferðar. Þau eru veikburða,“ segir talsmaður strandgæslunnar í Aceh.

Fólkið segist hafa lagt á flótta með yfir tuttugu öðrum flóttamönnum en hafi orðið viðskila við þá. Lögreglan í Aceh segir að fleiri hafi verið í bátnum en þeir hafi soltið í hel og líkum þeirra verið fleygt fyrir borð.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ætlar að senda starfsmenn til Aceh-héraðs til að aðstoða fólkið og indónesísk stjórnvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert