Fór í tvennt í brotlendingu

Að minnsta kosti sex Bandaríkjamenn slösuðust er flugvél brotlenti við enda brautar flugvallar í Hondúras í gær. Vélin fór í tvennt í slysinu. Vélin hafði tekið á loft frá Austin í Texas og er hún lenti á Toncontin-flugvellinum í Tegucigalpa rann hún út af flugbrautinni og ofan í skurð.

Eldur kviknaði í flakinu og kom slökkvilið flugvallarins á vettvang og slökkti hann. 

Pedro Atala, sem staddur var á flugvellinum, kom farþegunum til aðstoðar og segir um borð hafi verið fimm karlmenn og ein kona. Þau hafi sloppið „nokkurn veginn án meiðsla“.

Toncontin-flugvöllur er umkringdur fjöllum og brautir hans stuttar. Hann er talinn einn varasamasti flugvöllur heims. 

Um alþjóðaflugvöll er að ræða en nú er nýr slíkur í byggingu í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni.

Björgunarmenn á vettvangi slyssins.
Björgunarmenn á vettvangi slyssins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert