ESB svarar tollahækkunum Trump

Frans Timmermans (t.v.) og Jyrki Kateinen á blaðamannafundi í Berlaymont, …
Frans Timmermans (t.v.) og Jyrki Kateinen á blaðamannafundi í Berlaymont, höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Evrópusambandið mun á næstunni færa Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) lista yfir þær bandarísku vörur sem sambandið hyggst tollaleggja með það að markmiði að tollarnir taki gildi í næsta mánuði. Tollalagningin er svar ESB við tollum Bandaríkjastjórnar á innflutt stál og ál frá Evrópusambandinu, Kanada og Mexíkó, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti 31. maí og tóku gildi degi síðar.

Trump kynnti áform sín um tollalagningu fyrst í mars og tóku þeir gildi í sama mánuði. Degi áður en þeir tóku gildi tilkynnti Hvíta húsið hins vegar um tímabundna undanþágu fyrir Evrópusambandið, Mexíkó, Kanada, Ástralíu, Suður-Kóreu, Brasilíu og Argentínu, en ríkin höfðu öll komið áhyggjum sínum af tollunum á framfæri við Bandaríkjastjórn.

Síðastnefndu löndin fjögur hafa síðan fengið varanlega undanþágu frá tollunum, en Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó fengu, sem fyrr segir, ekki sömu meðferð.

Ætlað að skapa óvinsældir

Viðbrögðin ættu ekki að koma Bandaríkjastjórn á óvart. Evrópusambandið hefur allt frá tilkynningu Trump í mars undirbúið hugsanlegt tollastríð við Bandaríkin og varað við því að svarað verði í sömu mynt, verði ríki sambandsins ekki undanskilin stál- og áltollunum.

Í minnisblaði frá framkvæmdastjórn ESB frá í mars segir að tollarnir verði lagðir á bandarískt stál sem flutt er inn til Evrópu, en andvirði þess er um 2,8 milljarðar evra á ári, auk landbúnaðarvara á borð við borubon-viskí, hnetusmjör, trönuber og appelsínusafa. Tollunum er einkum beint að ríkjum sem eru Bandaríkjaforseta, og repúblikönum, mikilvæg í kosningum. Þeim er ætlað að skapa óvinsældir og þrýsting á Bandaríkjastjórn að afnema tolla á Evrópusambandið.

Jyrki Katainen, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og einn varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, segir öll aðildarríkin hafa samþykkt aðgerðaráætlunina gegn Bandaríkjunum og áttað sig á mikilvægi þess að standa saman.

Harley Davidsson er eitt þeirra bandarísku fyrirtækja sem mun finna …
Harley Davidsson er eitt þeirra bandarísku fyrirtækja sem mun finna fyrir tollastríði Bandaríkjanna og Evrópu. AFP

„Öll aðildarríkin átta sig á að vilji þau standa vörð um reglur og viðskipti þurfi að spila samkvæmt bókinni. Það er erfitt að meta hvað Trump forseti gerir næst, en þetta er okkar svar.“

Sagan endurtekur sig

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Evr­ópu­sam­bandið bregst á þenn­an hátt við tolla­hækk­un­um Banda­ríkja­stjórn­ar. Árið 2002 lagði Geor­ge W. Bush, þáver­andi Banda­ríkja­for­seti, svipaðan toll á inn­flutt stál.

Evr­ópu­sam­bandið, Jap­an, Kórea, Taív­an, Sviss og Bras­il­ía stefndu Banda­ríkja­stjórn fyr­ir dóm­stól Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) sem úr­sk­urðaði ári seinna að toll­arn­ir væru brot á alþjóðleg­um viðskipta­skuld­bind­ing­um Banda­ríkj­anna. Var Banda­ríkja­stjórn gert að greiða rúm­lega 2 millj­arða Banda­ríkja­dala í sekt ef toll­arn­ir væru ekki af­numd­ir hið snar­asta. Er það hæsta sekt sem WTO hef­ur lagt á aðild­ar­ríki.

Höfuðstöðvar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í Genf. Evrópusambandið hefur sent kvörtun til …
Höfuðstöðvar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í Genf. Evrópusambandið hefur sent kvörtun til stofnunarinnar vegna tollanna. AFP

Bush for­seti lýsti því yfir, eft­ir að dóm­ur var fall­inn, að hann hygðist ekki fella toll­ana úr gildi. Brást Evr­ópu­sam­bandið þá við með því að hóta toll­um á banda­rísk­an varn­ing sem fram­leidd­ur var í lyk­il­ríkj­um for­set­ans, Flórída-app­el­sín­ur, bíla frá Michigan og fleira. Inn­an við mánuði síðar hafði Bush af­numið toll­ana til að af­stýra viðskipta­stríði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert