920 þúsund þurftu að flýja

Sýrlensk kona og lítill drengur ganga framhjá eyðilögðum byggingum í …
Sýrlensk kona og lítill drengur ganga framhjá eyðilögðum byggingum í Kobane í Sýrlandi. AFP

Yfir 920 þúsund manns þurftu að flýja húsnæði sitt í Sýrlandi á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs vegna stríðsins þar í landi. Fjöldinn hefur aldrei verið meiri frá því stríðið hófst fyrir sjö árum, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

„Það hefur verið gríðarlega mikið um fólksflótta í Sýrlandi. Frá janúar til apríl bættust 920 þúsund manns í hópinn,“ sagði Panos Moumtzis, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna.

„Síðan stríðið hófst hafa aldrei fleiri þurft að flýja heimili sín á þessum skamma tíma,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert