Samþykkir afsögn þriggja biskupa

Frans páfi á laugardaginn.
Frans páfi á laugardaginn. AFP

Frans páfi hefur samþykkt afsögn þriggja biskupa frá Chile, þar á meðal hins umdeilda Juan Barros, vegna kynferðisbrotamáls gegn börnum þar í landi.

Allir biskupar Chile sögðu upp í síðasta mánuði eftir að hafa fundað í Vatíkaninu. Frans boðaði þá þangað á sinn fund en málið hef­ur varpað skugga á setu hans á páfa­stóli.

Barros og fleiri innan raða kirkjunnar í Chile hafa verið sakaðir um að hafa hylmt yfir með prestinum Fernando Karadima, sem níddist kynferðislega á börnum á níunda og tíunda áratugnum.

Frans páfi, sem er argentískur, sagði í tilkynningu frá Vatíkaninu að mál sem þetta megi ekki koma aftur upp í hans valdatíð.

Hann var harðlega gagnrýndur á meðan á ferð hans til Chile stóð í janúar þegar hann kom Barros til varnar. 

Síðar bað páfi fórnarlöm Karadima afsökunar eftir að hafa lesið 2.300 blaðsíðna skýrslu um málið og viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök.

Síðan þá hefur hann tekið á móti tveimur hópum með fórnarlömbum Karadima í Vatíkaninu.

Frá árinu 2000 hefur verið kvartað til yfirvalda í Chile vegna um 80 kaþólskra presta vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...