Varar við kynlífi með stuðningsmönnum

Rússneskar konur ættu að mati þingkonunnar að forðast samneyti við ...
Rússneskar konur ættu að mati þingkonunnar að forðast samneyti við þessa hressu Írani, sem settu svip sinn á miðborg Moskvu í dag. AFP

Rússnesk þingkona hefur varað þarlendar konur við því að stunda kynlíf með útlendingum meðan á heimsmeistarakeppninni í Rússlandi stendur. Þingkonan heitir Tamara Pletnyova og sagði hún að konur ættu að forðast samneyti við stuðningsmenn til þess að þær endi ekki sem einstæðar mæður.

Þessi ummæli mun þingkonan hafa látið falla í viðtali við útvarpsstöðina Govorit Moskva í dag, en Pletnyova er í forsvari fyrir nefnd í Dúmunni, rússneska þinginu, sem fjallar um málefni fjölskyldna, kvenna og barna.

Pletnyova sagði börn einstæðra mæðra þjást og benti á það að fjöldi einstæðra mæðra hefði aukist mikið eftir að Ólympíuleikarnir fóru fram í Moskvu árið 1980. Reynslan af því hefði ekki verið góð.

Samkvæmt fréttum enskumælandi fjölmiðla af þessum ummælum mun þingkonan einnig hafa gefið í skyn að ef rússneskar konur yrðu óléttar á meðan HM stæði yfir væri „betra“ ef feðurnir væru af sama kynþætti, þar sem það væri erfitt fyrir börn af blönduðum uppruna að alast upp í Rússlandi.

Fréttr rferl um málið.

Frétt Newsweek um málið.

Stuðningsmenn Argentínu eru mættir til Moskvu.
Stuðningsmenn Argentínu eru mættir til Moskvu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...