Miklir skógareldar í Svíþjóð

Eldurinn logar á um fjögurra hektara svæði í Kristdala.
Eldurinn logar á um fjögurra hektara svæði í Kristdala. Kort/Google

Mikill eldur logar í skóglendi við Kristdala skammt frá Oskarshamn í Svíþjóð. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna er á vettvangi og hafa þyrlur verið notaðar til að dæla vatni á logana. Um fjögurra hektara svæðið hefur orðið eldinum að bráð. 

Tilkynning um eldinn barst um kl. 13 að sænskum tíma (kl. 11 að íslenskum tíma) að því er segir á vef sænska ríkisútvarpsins.  

Eldurinn var búinn að dreifa sér verulega þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Nú er unnið að því að hefta útbreiðsluna. Aðstæður eru erfiðar, gróðurinn þurr, mikill raki í loftinu og nokkuð hvasst.

Svæðið er hins vegar ekki þéttbýlt og engin mannvirki eru í hættu að því er segir á vef sænska ríkisútvarpsins. 

Almenningur hefur hins vegar verið upplýstur um stöðuna og lögreglan í viðbragðsstöðu þurfi að rýma einhver svæði vegna ástandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert