Trump segir sér að þakka að ekki sé stríð

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að viðræður við Norður-Kóreu gangi vel þrátt fyrir að fregnir hafi borist af því að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi frekar gefið í varðandi kjarnorkuáætlun landsins eftir leiðtogafund Kim Jong-un og Trump í síðasta mánuði.

„Margar góðar viðræður við Norður-Kóreu - þær ganga vel!“ skrifar Trump á Twitter í morgun.Trump bætir við að engar kjarnorkuvopnatilraunir hafi verið gerðar undanfarna átta mánuði. Þessu fagni öll Asía og það sé aðeins stjórnarandstöðuflokkurinn, sem lygafréttirnar tilheyri, sem kvarti. „Ef það væri ekki fyrir mig þá værum við í stríði við Norður-Kóreu.“

Trump lét þessi ummæli falla skömmu áður en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, hélt af stað til Norður-Kóreu en þangað fer hann á fimmtudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert