Breyta Toblerone til fyrra horfs

Toblerone verður aftur eins og áður.
Toblerone verður aftur eins og áður. Mynd/Wikipedia

Framleiðendur svissneska súkkulaðisins Toblerone ætla að afturkalla umdeilda breytingu sem þeir gerðu árið 2016 er meira bil var sett á milli þríhyrningslaga súkkulaðimolanna.

Bilið var aukið til þess að létta hvert stykki og til að spara peninga þar sem kakó hafði hækkað mjög í verði. En óánægjualda mikil reis strax í kjölfarið og var hvatt til sniðgöngu sælgætisins.

Bandaríska fyrirtækið Mondelez International, sem framleiðir Toblerone, segir að hin nýja lögun hafi ekki verið „fullkomin lausn“ fyrir viðskiptavinina.

Því hefur verið ákveðið að hverfa til fyrra horfs. Hvert stykki verður þar með 200 grömm að þyngd í stað 150 gramma og bilið á milli molanna minnkað aftur.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert