Norðmenn búa sig undir hitamet

Norðmenn sóla sig.
Norðmenn sóla sig. AFP

Norska sumarið hefur verið einstaklega heitt en í dag búa Norðmenn sig undir að hitamet verði slegin. Búist er við því að hitinn fari yfir 34 gráður víðs vegar um landið. „Það eru um helmingslíkur á að metið verði slegið,“ segir veðurfræðingurinn Eldbjørg Moxnes, um landsmetið, 35,6°C, sem staðið hefur óhaggað í 48 ár eða frá því 20. júní árið 1970. Hún segist þó ekki verða undrandi ef metið fellur.

Hins vegar er talið fullvíst að upp sé að renna heitasti dagur ársins í Noregi. Sá heitasti hingað til í sumar var 26. júní en þá mældist hitinn í Sigdal 33,8 gráður.

Frétt NRK.

Hitabylgjan er að mati veðurfræðingsins Bente Wahl til merkis um loftslagsbreytingar sem eru að eiga sér stað. Á þetta eru ekki allir vísindamenn sáttir og norska ríkisútvarpið hefur eftir Marianne Tronstad Lund, sem starfar hjá Cicero-stofnuninni, að einstök heit sumur sem þessi sé ekki endilega vísbending um hlýnun jarðar.

Norska veðurstofan varar landsmenn við því að sterk útfjólublá geilsun verði í dag. „Munið að fara annað slagið í skuggann,“ segir í færslu hennar á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert