Ástralar æstir í Elísabetu

Elísabet drottning.
Elísabet drottning. AFP

Fjölmargir Ástralar hafa sent þingmönnum beiðnir um að fá sendar myndir af Elísabetu drottningu eftir að fjölmiðlar fjölluðu um rétt þeirra til að fá ókeypis mynd af þjóðhöfðingja sínum. Fæstir vissu af þessum réttindum og hafa margir Ástralar nú gert sér það að leik að biðja um myndir af Elísabetu. Ástralía er hluti af breska samveldinu og er drottning Bretlands jafnfram drottning Ástralíu.

Það var fjölmiðillinn Vice sem fyrstur vakti athygli á þessum réttindum. „Ég get upplýst að áður en fréttin var birt þá hafði ég ekki fengið eina einustu beiðni um myndir af hennar hátign, Elísabetu drottningu,“ segir ástralski þingmaðurinn Tim Watts en beiðnum hefur nú rignt yfir hann. 

Aðrir þingmenn hafa fengið sambærilegar beiðnir. 

Samkvæmt sömu reglum um réttindi þegnanna gætu Ástralar einnig beðið um að fá mynd af hertoganum af Edinborg, Filippusi prins, eiginmanni Elísabetar. 

Samkvæmt hinum óþekktu reglum geta borgarar farið fram á þjóðlega hluti, s.s. ástralska fánann, upptökur af þjóðsöngnum og myndir af þjóðhöfðingjum. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert