Náði ekki meirihluta atkvæða

Jair Bolsonaro, leiðtogi brasilíska hægriflokksins, fékk 46% atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna í Brasilíu.  Bolsonaro hefur kallað sjálfan sig „hinn brasilíska Trump“.

Þar sem enginn frambjóðandi fékk 50% atkvæða eða meira mun hann mæta frambjóðanda Verkamannaflokksins, Fernando Haddad, í seinni umferðinni sem fram fer 28. október. Haddad fékk 29% atkvæða. 

Fyrrverandi forseti Brasilíu fékk lélega útreið í kosningunum í gær en Dilma Rousseff náði ekki kjöri til setu í öldungadeild brasilíska þingsins. Hún fékk aðeins 15% atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í baráttunni um þingsæti Minas Gerais-ríkis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Byggingarstjóri
Allar byggingarleyfis skyldar framkvæmdir krefjast þess að hafa löggildan byggin...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 1750 & ...