13 farast í flóðum í Suðvestur-Frakklandi

13 manns hið minnsta hafa farist í skyndiflóðum í Aude-héraðinu í suðvest­ur­hluta Frakk­lands. Héraðsyf­ir­völd segja nokk­urra mánaða úr­komu hafa fallið á nokkr­um klukku­tím­um í nótt með þeim af­leiðing­um að íbúar eru sumir strandaglópar á húsþökum og veg­ir eru nú víða ófær­ir.

Einn hinna látnu er nunna, sem vatnsflaumurinn í ánni Aude bar á brott með sér að sögn sjón­varps­stöðvarinnar BF­MTV. Í öðru atviki tengdu ofsaveðrinu lést lögreglumaður er hann varð fyrir bíl í bænum Albi.

Héraðsstjóri Aude, Alain Thiri­on, seg­ir að víða séu íbú­ar strandaglóp­ar á þökum húsa og að flytja þurfi þá loft­leiðina á brott þar sem of hættu­legt sé að nota báta til verks­ins. Þá segir hann einn hafa slasast er hús hrundi í Cuxac-sveit­ar­fé­lag­inu.

Flóðin eru þau verstu sem orðið hafa í ánni Aude í rúm hundrað ár. Sjö þyrlur og 700 hjálparsveitarmenn vinna nú að því að koma íbúum til aðstoðar. Þá hefur Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagst munu heimsækja flóðasvæðið ef aðstæður leyfa.

BBC segir mikla úrkomu ekki óvenjulega í héraðinu á þessum árstíma. Flóðavandinn hafi hins vegar aukist með auknum fjölda heimila sem séu byggð á flóðasvæðum.

Íbúar á þeim svæðum sem urðu hvað verst fyr­ir barðinu á flóðunum hafa verið hvatt­ir til að halda sig inn­an dyra og hafa al­manna­varn­ir og yf­ir­völd á svæðinu sent frá sér rauða viðvör­un vegna máls­ins.

Stórvirkar vinnuvélar eru hér notaðar til að fjárlægja bíl sem ...
Stórvirkar vinnuvélar eru hér notaðar til að fjárlægja bíl sem fór illa út úr flóðunum. AFP

Í sveit­ar­fé­lag­inu Trè­bes náði flóðavatnið allt að sjö metra hæð. All­ir veg­ir norður af Carcas­so­ne eru lokaðir og það sama gild­ir um skóla á svæðinu. Þá hrundi brú í Vil­legail­henc og bar straum­ur­inn hana á brott með sér.

App­el­sínu­gul viðvör­un hef­ur þá verið gef­in út í ná­granna­héruðunum Aveyron, Haute-Garonne, Hérault, aust­ur­hluta Pýrenea­fjalla og Tarn vegna flóðahættu.

Flóðavatn gleypir hér ræktarland og byggingar í Villemoustaussou, í nágrenni ...
Flóðavatn gleypir hér ræktarland og byggingar í Villemoustaussou, í nágrenni Carcassonne. AFP
mbl.is
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...