„Verða að svara fyrir gjörðir sínar“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að þeir sem bera ábyrgð á dauða blaðamannsins Jamals Khasoggi verði gerðir ábyrgir. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag ásamt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar hún eftir auknu gagnsæi sádi-arabískra yfirvalda vegna málsins.

„Við búumst við gagnsæi frá yfirvöldum í Sádí-Arabíu vegna kringumstæðna dauða Khasoggis,“ segir í yfirlýsingunni. „Þær skýrslur sem til eru um hvað gerðist á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl eru ófullnægjandi.“

Eftir að hafa neitað staðfastlega að hafa tengst dauða blaðamannsins sem skrifaði í Washington Post viðurkenndu sádísk yfirvöld loks að Khasoggi hefði látið lífið í slagsmálum. Átján Sádar hafa verið handteknir grunaðir um að tengjast andláti hans. Tveimur ráðgjöfum Mohammed bin Salman krónprins og þremur leyniþjónustumönnum hefur verið sagt upp störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Nissan Micra árg.2005
Nissan Micra árg.2005. Beinskiptur. Aðeins ekinn 70.000. Frábær smábíll. Uppl.í...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...