Varað við fleiri mannránum

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen.
Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. AFP

Lögreglan sem fer með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefur sent viðvörun til allra lögregluumdæma Noregs þar sem varað er við því að mögulega sé hætta á fleiri mannránum. Nokkur bréf fundust á heimili Hagen-hjónanna frá mannræningjunum og eru þau til rannsóknar hjá málvísindafólki.

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem er  68 ára gömul, var rænt af heimili sínu á hrekkjavökunni, 31. október, og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Fyrst var greint frá mannráninu í gær en nokkrir fjölmiðlar vissu af hvarfi hennar sem og nágrannar en farið var að beiðni lögreglu um að greina ekki frá því til þess að styggja ekki mannræningjana.

Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.
Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar. AFP

Tommy Brøske, sem stýrir rannsókn málsins, segir að ræningjarnir hafi farið fram á lausnarfé og hótað því að beita hana alvarlegu ofbeldi ef ekki verði farið að kröfum þeirra.

Lögreglan telur að um atvinnumenn sé að ræða en mannræningjarnir hafa farið fram á að fá greiddar 9 milljónir evra, 1,2 milljarða króna, í lausnarfé og fjárhæðin verði greidd í rafmynt sem nefnist monero. 

Tommy Brøske stýrir rannsókn málsins.
Tommy Brøske stýrir rannsókn málsins. AFP

Í frétt NRK kemur fram að málvísindafólk aðstoði lögreglu við að fara yfir pappíra sem fundust á heimili Hagen-hjónanna en skilaboðin eru skrifuð á lélegri norsku. Um nokkur skjöl er að ræða.

Hagen-hjónin eiga þrjú uppkomin börn og bárust lítið á. Vinir og ættingjar eru eðlilega miður sín yfir atburðinum og segja óskiljanlegt hvers vegna henni var rænt. 

Fjölskyldan ákvað að fara að beiðni lögreglu um að greiða ekki lausnarféð en fátt sem ekkert hefur komið fram sem getur skýrt hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen er haldið.

Bæði Europol og Interpol taka þátt í rannsókn málsins.

Heimili Hagen-hjónanna.
Heimili Hagen-hjónanna. AFP
mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Múrverk
Múrverk...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...