Trump ánægður og fer mikinn á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

„Þetta er sorgardagur fyrir blaðamennsku en góður dagur fyrir landið,“ skrifaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter eftir að Robert Mueller, sérstakur saksóknari, greindi frá því að frétt Buzzfeed um að Trump hefði sagt fyrrverandi lögmanni sínum að ljúga fyrir þingi væri ekki nákvæm.

Trump birti nokkur tíst og endurbirti önnur þar sem Buzzfeed var gagnrýnt harðlega fyrir fréttaflutninginn.

Þar kom fram að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, hefði sagt þeim sem unnu að rannsókn á tengslum Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna að hann ætti að ljúga um áætlanir byggingar Trump Tower í Moskvu.

Micheal Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans.
Micheal Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans. AFP

Embætti sér­staks sak­sókn­ara sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um að frétt­in væri ekki ná­kvæm en rit­stjóri Buzz­feed, Ben Smith, seg­ir á Twitter að hann standi við frétt­ina. 

„Falsfréttir eru óvinir fólksins,“ skrifaði Trump meðal annars í Twitter-færslum sínum. Hann hafði áður sagt að Cohen hafi logið til að stytta fangelsisvist sína en lögmaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir að ljúga til um verkefnið í Moskvu sem og fyrir skattsvik og brot gegn lög­um um fjár­mál kosn­inga­her­ferða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ítalskur 2ja sæta svartur leðursófi 100þ
Upprunalegt verð 223.000 kr. Sími 690 6344...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...