Greiddi 28 milljarða fyrir íbúð

Þakíbúðin er í þessu fjölbýlishúsi á Manhattan.
Þakíbúðin er í þessu fjölbýlishúsi á Manhattan. AFP

Auðkýfingurinn Ken Griffin, stofnandi vogunarsjóðsins Citadel, hefur fest kaup á þakíbúð í Manhattan í New York fyrir 238 milljónir dollara, eða um 28 milljarða íslenskra króna. Þetta er dýrasta íbúð sem seld hefur verið í Bandaríkjunum.

Eignin, sem er í lúxusbyggingunni 220 Central Park South, er á fjórum hæðum og er að sjálfsögðu með útsýni yfir hinn fræga garð í borginni, að sögn BBC

Hinn fimmtugi Griffin komst einnig í fréttirnar á mánudaginn þegar hann keypti aðra rándýra eign, eða 124 milljóna dollara hús (tæplega 15 milljarða króna), skammt frá Buckingham-höll í London.

Griffin er handhafi fleiri meta því hann keypti dýrustu eignina í sögu Miami árið 2015 fyrir 60 milljónir dollara og í Chicago á síðasta ári fyrir næstum 59 milljónir dollara. Hann á þrjú önnur heimili í Chicago, sex í Palm Beach á Flórída og tvö á Hawaii.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert