Fyrrverandi ráðgjafi Trump handtekinn

Roger Stone var einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta um ...
Roger Stone var einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta um tíma. AFP

Roger Stone, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var handtekinn í Flórída í dag að beiðni Roberts Mueller, sérstaks saksóknara.

Stone, sem var einn af nánustu ráðgjöfum Trump um tíma, er ákærður í sjö liðum, meðal annars fyrir að gefa út ósannar yfirlýsingar, hindra framgang réttvísinnar og fyrir að reyna að hafa áhrif á framburð vitna.

Ákærurnar tengjast allar rannsókn Muellers á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.

Stone mun koma fyrir rétt í Fort Lauderdale í Flórída.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...