Herþyrla brotlenti í íbúðahverfi

Tyrknesk herþyrla af gerðinni S-70B Seahawk.
Tyrknesk herþyrla af gerðinni S-70B Seahawk. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fjórir hermenn létust í dag þegar tyrknesk herþyrla brotlenti í íbúðahverfi í borginni Istanbúl í Tyrklandi að því er fram kemur í frétt AFP.

Herþyrlan þurfti að nauðlenda að því er segir í fréttinni en ekki kemur fram hvers vegna. Ekki varð manntjón í röðum óbreyttra borgara. Fréttamyndir af vettvangi sýndu mikinn, svartan reyk.

Rifjað er upp að fjórir hermenn hafi látist í nóvember þegar herþyrla hafi brotlent á fjögurra hæða húsi í öðru íbúðahverfi í Istanbúl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka