Útgefendur vilja gefa skýrslu Muellers út

Robert Mueller, sérstakur saksóknari FBI, í rannsókn á meintum afskiptum ...
Robert Mueller, sérstakur saksóknari FBI, í rannsókn á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Skýrslu hans um rannsóknina er nú beðið með óþreyju. AFP

Bókaútgefendur eru nú í startholunum og eru reiðubúnir að gefa út skýrslu Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, þegar og ef hún verður gerð opinber, að því er Guardian greinir frá.

William P. Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði nýlega dómsmálaráðherra, hefur hins vegar úrslitavald um það hvort, og þá hversu stór hluti skýrslunnar, verði gerður opinber.

Skyhorse-útgáfan tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið muni gefa út skýrslu Muellers um meint afskipti rússneskra ráðmanna af bandarísku forsetakosningunum 2016 og tengslum þeirra við framboð Trumps, þegar það fái aðgang að upplýsingunum. „Við vitum að það mun þjóna bæði almannahagsmunum og vera gott fyrir viðskiptin að gefa skýrsluna út,“ sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins í viðtali við vikuritið Publishers Weekly.

Útgáfurisinn Simon & Schuster hefur nú einnig tilkynnt að útgáfan ætli að gefa bókina út „þegar og ef“ niðurstöðurnar verða gerðar opinberar. Á sú bók einnig að innihalda inngang frá rannsóknarblaðamönnunum Rosalind S. Helderman og Matt Zapotosky, tímalínu yfir mikilvæga þætti í atburðarásinni og helstu niðurstöður rannsóknarinnar, m.a. þær ákærur sem þar eru lagðar til. Segir Guardian að útgáfufyrirtækið geri ráð fyrir að bókin verði komin í bókaverslanir fyrir lok þessa mánaðar.

Forsvarsmenn Simon & Schuster segja skýrsluna vera „eina mest áríðandi og mikilvægustu rannsókn sem nokkurn tímann hefur verið framkvæmd í sögu Bandaríkjanna“. Rannsóknin „vomi sem tímahvörf yfir bandarískri sögu og það geri skýrslu Muellers að nauðsynlegri lesningu fyrir alla þá borgara sem hafi áhyggjur af örlögum forsetaembættisins og framtíð lýðræðisins“.

Segir útgefandinn, Nan Graham, skýrslu Muellers vera þá rannsóknarskýrslu á þessari öld sem beðið hafi verið eftir af hvað mestri óþreyju. „Niðurstöðurnar skipta Bandaríkin og heiminn allan miklu,“ sagði Graham.

Að mati forsvarsmanna Skyhorse á skýrsla Muellers eftir að taka sér sess með Wateragate-skýrslunni og rannsóknarskýrslu um árásina á Tvíburaturnanna 11. september 2001 hvað mikilvægi varðar.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...