Þurfa að aflýsa flugi vegna banns

Bann sem ríki hafa sett við flugi Boeing 737 MAX í lofthelgi sinni hefur haft áhrif á flugfélög sem eru með slíkar vélar í sinni þjónustu. Til að mynda hefur Air Canada þurft að aflýsta nokkrum flugferðum til London vegna bannsins. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar ekki séð ástæðu til þess að banna flug þeirra um lofthelgi landsins.

Eins hafa nokkur flugfélög kyrrsett MAX-þotur í sinni eigu en mörg flugfélög hafa ekki kyrrsett þotur og ætla að bíða og sjá hver niðurstaða rannsóknarinnar á flugslysinu um helgina verður. 

Líkt og ítrekað hefur komið fram eru yfir 370 Boeing 737 MAX 8-þotur í notkun og tæplega fimm þúsund slíkar hafa verið pantaðar af flugfélögum víða um heim.

Þjóðir sem hafa bannað 737 MAX 

Nýja-Sjáland

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Kúveit

Ástralía

Kína 

Öll ríki Evrópusambandsins

Indland

Indónesía

Malasía

Namibía

Óman

Singapúr

Flugfélög sem hafa kyrrsett 737 MAX 

Flydubai

Aerolineas Argentinas

Aeromexico

Cayman Airways

Comair

Eastar Jet

Ethiopian Airlines

Gol Airlines

Icelandair

LOT

MIAT Mongolian Airlines

Norwegian Air Shuttle

Smartwings

Turkish Airlines

mbl.is