Fyrsta fórnarlambið nafngreint

Bræðurnir Omar Nabi (t.h) og Yama Nabi, ræða við fjölmiðla ...
Bræðurnir Omar Nabi (t.h) og Yama Nabi, ræða við fjölmiðla og sýna myndir af fjölskyldu sinni. Faðir þeirra, Daoud Nabi, 71 árs gamall, er sá fyrsti sem nafngreindur hefur verið opinberlega sem fórnarlamb árásarinnar. AFP

Daoud Nabi, 71 árs gamall maður sem kom upprunalega frá Afganistan, er sá fyrsti sem nafngreindur hefur verið opinberlega sem fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch á Nýja Sjálandi í gær. Fram kemur í fjölmiðlum að Omar, sonur Nabi, segi að faðir sinn hafi lýst Nýja Sjálandi sem hluta af paradís.

Í hryðjuverkaárásinni létust 49 manns hið minnsta, en þeir voru meðal annars með ríkisfang frá Bangladesh, Indlandi, Indónesíu, Pakistan, Sádí-Arabíu og Tyrklandi.

Þá létust allavega fjórir frá Sómalíu, en önnur moskan sem var skotmark hryðjuverkamannanna var að hluta til rekin af Sómölum. Einnig hefur komið fram að einn flóttamaður frá Sýrlandi hafi verið drepinn í árásunum.

mbl.is