Sackler hættir styrkveitingum í Bretlandi

Verk Ólafs Elíassonar, Verkefni um veðrið, í Túrbínusal Tate Modern.
Verk Ólafs Elíassonar, Verkefni um veðrið, í Túrbínusal Tate Modern. Ljósmynd Tate

Sjóður sem hefur lagt fé í læknavísindi, heilbrigðisþjónustu, menntun og listir hefur ákveðið að stöðva tímabundið framlög til þessara stofnana í Bretlandi vegna reiði almennings þar í landi vegna ópíóíðavandans í Bandaríkjunum.

Um er að ræða sjóðinn Sackler Trust sem er rekinn af Sackler-fjölskyldunni sem á lyfjafyrirtækið Purdue Pharma. Fyrirtæki sem framleiðir og seldur verkjalyfið OxyContin og stendur frammi fyrir hundruðum lögsókna í Bandaríkjunum vegna fíknar sem lyfið hefur valdið meðal þeirra sem neyta þess. 

Stjórnarformaður Sackler Trust, Theresa Sackler, segir í tilkynningu að athygli fjölmiðla á lögsóknunum hafi valdið gríðarlegum þrýstingi á vísinda-, heilbrigðis-, mennta- og listastofnanir í Bretlandi. „Þessi mikla athygli hafi haft truflandi áhrif á þá mikilvægu vinnu sem þær vinna,“ segir Theresa Sackler í tilkynningunni. Því hafi sjóðurinn þurft að taka þessa erfiðu ákvörðun um að hætta tímabundið að veita nýja styrki. 

Sackler segir að hún sé afar sorgmædd yfir fíknivandanum í Bandaríkjunum en hún hafni lognum ásökunum í garð Purdue Pharma og nokkurra úr fjölskyldunni.

Breska safnið National Portrait Gallery hætti fyrr í mánuðum við að þiggja eina milljón punda frá Sackler Trust og Tate-listasöfnin í Bretlandi hafa jafnframt greint frá því að þau muni ekki þiggja frekari styrki frá sjóðnum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Guardian í gær

mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...