28 látnir eftir rútuslys

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. AFP

Að minnsta kosti 28 manns eru látnir eftir að rúta með ferðamönnum fór út af veginum og valt á portúgölsku eyjunni Madeira.

BBC greinir frá þessu. 

Alls voru 50 manns um borð í rútunni. Þýska blaðið Bild greinir frá því að níu þýskir ferðamenn hafi verið á meðal þeirra sem létust.

Íbúar Madeira virða fyrir sér rútuna.
Íbúar Madeira virða fyrir sér rútuna. AFP

Slysið varð klukkan 18.30 að staðartíma þegar ökumaður rútunnar missti stjórn á henni við vegamót.

„Ég get ekki lýst því með orðum sem gerðist,“ sagði Filipe Sousa, borgarstjóri Santa Cruz, gjörsamlega miður sín við stjónvarpsstöðina SIC TV. Hann bætti við að allir ferðamennirnir um borð í rútunni hafi verið þýskir.

21 til viðbótar særðist í slysinu. 

Í myndbandi sem var sýnt í sjónvarpinu sást þegar rútan fór út af veginum, valt og lenti á húsi neðst í brekkunni. 

AFP
mbl.is
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...